Á Íslandi höfum við ekki haft mikið samband við persneskumælandi löndin gegnum aldirnar. En samt leynast tengslin hér og þar.
Myndin fyrir ofan er úr bók gefin út í Reykjavík árið 1935, þýðing ljóða persneska skáldsins Omar Khayyams, sem Magnús Ásgeirsson þýddi eftir þýðingu Edward Fitzgeralds á ensku. Khayyam var fæddur í austurhluta Írans árið 1048, rúm 100 ára fyrir Snorra Sturluson. Hann varð að einu stórskálda þessa svæðis og líklega það fyrsta að vera með verk gefið út á íslensku.
Reyndar hafa menningartengsl milli Evrópu og persneskumælandi landa verið talsverð síðustu aldirnar, og til dæmis voru þýska skáldið Goethe og heimspekingurinn Nietzsche meðal þeirra sem leituðu til austurs.
Þessa daga er vaxandi fjölda persneskumælandi fólks sem hefur sest að á Íslandi. Að svo stöddu er lítið um kennsluefni sem getur aðstoðað þennan hóp við að læra íslensku, og að bæta úr því er einn tilgangur Pamirs.
En við vonum líka að geta stuðlað að betri tengslum og skilningi milli Íslendinga og Írana, Afgana og annarra sem tala persnesku, sem er móðurmál um 60 milljónir manna. Sendu okkur línu ef þú vilt hafa samband við okkur.